Skógareldarnir séðir frá geimnum

Fjórir stærstu eldarnir eru í Dölunum, Gävleborg og Jämtlandi. Hér …
Fjórir stærstu eldarnir eru í Dölunum, Gävleborg og Jämtlandi. Hér má sjá einn þeirra á mynd sem tekin var utan úr geimnum. Ljósmynd/ESA

Evrópska geimferðarstofnunin, ESA, hefur birt myndir af skógareldunum í Svíþjóð. Á þeim má sjá hversu útbreiddir þeir eru og hversu glatt logar í skógunum.

Verstir eru eldarnir í Dölunum, Gävleborg og Jämtlandi. Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín á þessum slóðum. Helst er óttast að fólk verði innlyksa þar sem eldar loga beggja vegna sumra vega frá bæjum á svæðinu.

Frétt sænska ríkisútvarpinu um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert