Ellefu ára útskrifaður úr háskóla

William Maillis skráði sig til náms við skólann eftir að …
William Maillis skráði sig til náms við skólann eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla aðeins níu ára gamall. Skjáskot/CNN

Ellefu ára gamall bandarískur drengur útskrifaðist með háskólagráðu frá St. Petersburg háskóla í Bandaríkjunum á dögunum. William Maillis skráði sig til náms við skólann eftir að hafa útskrifast úr framhaldsskóla (e. high school) aðeins níu ára gamall.

Í viðtali við CNN segist forseti skólans, doktor Tonjua Williams, virkilega heilluð af William og hvernig hann hefur lagt sig fram og segir hann bráðsnjallan, opinn og samvinnyþýðan.

Foreldrar Williams segja hann hafa getað leyst einföld stærðfræðidæmi aðeins tveggja ára gamall, og algebru aðeins fjögurra ára.

Williams langar að verða stjarneðlisfræðingur og hann ætlar að nota vísindi til þess að sanna fyrir fólki að guð sé til. Hann stefnir að því á klára doktorsgráðu sína 18 ára gamall. „Allir hafa gjafir frá guði. Mín gjöf er þekking.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert