Sakaðir um hópnauðgun á Ibiza

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Tveir breskir hnefaleikamenn eru í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að hafa verið sakaðir um að hafa tekið þátt í að nauðga konu á eyjunni Ibiza.

Mennirnir, Paul og Sonny Upton, 30 og 29 ára, voru handteknir í síðustu viku ásamt tveimur öðrum eftir að bresk kona sakaði þá um að hafa nauðgað henni í San Antonio, segir talsmaður spænsku lögreglunnar. Hann segir að mennirnir hafi hitt konuna á bar á þriðjudagskvöldið. Hún hafi verið hálfslöpp og tekið töflur sem þeir gáfu henni. Þeir hafi síðan nauðgað henni þegar þeir fóru með hana upp á hótel. 

Tveimur mannanna var síðar sleppt úr haldi en Upton-bræðurnir eru enn í haldi. Þeir eru báðir á samning hjá hnefaleikaskrifstofunni MTK Global. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að það hafi fengið upplýsingar um ásakanir á hendur bræðrunum og þessar ásakanir séu teknar mjög alvarlega af hálfu MTK Global.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert