Ungur maður myrtur í Gautaborg

Sænska lögreglan að störfum - mynd úr safni.
Sænska lögreglan að störfum - mynd úr safni. AFP

Lögreglan í Gautaborg rannsakar morð á 25 ára gömlum manni sem fannst látinn í Klippan-hverfinu í borginni í gærmorgun. Að sögn lögreglu voru þannig áverkar á líkinu að ljóst sé að hann var myrtur. Nágrannar heyrðu skelfingaröskur um nóttina en líkið fannst skammt frá stað þar sem haldið var partý um nóttina (reif-partý).

Ekki er vitað hvort maðurinn var í partíinu en hann var búsettur í Gautaborg. Heimildir Aftonbladet herma að blóð hafi fundist skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst en fólk í nágrenninu heyrði vein um tvöleytið aðfaranótt sunnudags. Líkið fannst ekki fyrr en um sexleytið og var það íbúi í hverfinu sem gekk fram á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert