Ellilífeyrisþegar brunnu inni

Tíu létust í eldsvoðanum.
Tíu létust í eldsvoðanum. AFP

Tíu konur, allt ellilífeyrisþegar, létust þegar eldur kom upp í hjúkrunarheimili þar sem þær bjuggu í borginni Chiguayante í suðurhluta Chile.

Eingöngu tókst að bjargar þremur konur úr þeim herbergjum þar sem eldurinn logaði. Orsök eldsvoðans eru ókunn en málið er til rannsóknar.

Alls bjuggu 42 íbúar á hjúkrunarheimilinu fyrir eldsvoðann. Björgunarsveitarfólk segir að sem betur fer hafi eldurinn ekki borist í fleiri svefnálmur en tvær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert