„Ísmaðurinn“ dæmdur til dauða

Hreint metamfetamín hýdróklóríð, betur þekkt sem crystal meth.
Hreint metamfetamín hýdróklóríð, betur þekkt sem crystal meth. Wikipedia

Malasískur eiturlyfjasali, sem nefndur hefur verið „ísmaðurinn“, var dæmdur til dauða í Taílandi í morgun.

Tun Hung Seong var dæmdur sekur um að reka eiturlyfjahring sem kom ágóðanum fyrir í rekstri löglegra fyrirtækja. Hann var handtekinn í apríl í fyrra þegar lögregla fékk ábendingu um að hann hefði fengið mann til þess að smygla 300 kg af kristalmetamfetamíni („ís“).

Að sögn rannsóknarlögreglunnar var hann yfirmaður eiturlyfjamarkaðarins í Malasíu við landamæri Taílands og stundaði peningaþvætti í gegnum karókístaði, hótel og veitingastaði.

Auk Tun voru tvær taílenskar konur og taílenskur karl einnig dæmd til dauða við réttarhöldin í morgun. Dómi yfir tveimur þeirra, karli og konu, var síðan breytt í lífstíðarfangelsi vegna þess hversu góðar upplýsingar þau veittu við rannsóknina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert