164 látnir í flóðum í Kerala

AFP

Alls eru 164 látnir í gríðarlegum flóðum íKerala-héraði á Indlandi og segir ríkisstjórinn, Pinarayi Vijayan, ástandið mjög alvarlegt en spáð er áframhaldandi úrkomu á svæðinu og var gefin út ný flóðaviðvörun í morgun.

AFP

Unnið er að því að bjarga fólki sem hefur lokast inni vegna flóðanna víða um héraðið. Yfir 100 hafa látist á síðustu 36 klukkutímum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka mikið á næstu dögum. Þúsundir bíða milli vonar og ótta eftir neyðaraðstoð en vegna mikilla vatnavaxta gengur illa að koma hjálp til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.

AFP

Yfir 150 þúsund hafa misst heimili sín og hafa yfirvöld sett upp um 1.300 tjaldbúðir fyrir íbúa víðs vegar um Kerala.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert