Fer á hersýningu í París

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ætlar að vera viðstaddur hátíðarhöld í París þar sem vopnahlésdeginum verður fagnað í nóvember. Í gær var greint frá því að fyrirhugaðri hersýningu sem halda átti í  Washington hafi verið frestað í að minnsta kosti ár vegna kostnaðar sem henni fylgdi.

Her­sýn­ing­in átti í upp­hafi að vera til minn­ing­ar um lok fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar (11. nóv­em­ber) og til heiðurs þeim sem féllu og fyrr­ver­andi her­manna. 

Trump segir að það hafi verið hann sem aflýsti hersýningunni og við stjórnmálamenn væri að sakast fyrir fáránlega háa gjaldtöku borgarinnar.

Hann segir vel koma til greina að gera eitthvað stórt í höfuðborginni á næsta ári en það fari eftir kostnaðinum sem fylgi. Ákvörðunin um að hætta við hersýninguna í ár þýði að hægt verði að kaupa fleiri herþotur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert