Tveir skotnir til bana á Gaza

Palestínumenn brenna dekk við öryggisgirðinguna á Gaza í dag.
Palestínumenn brenna dekk við öryggisgirðinguna á Gaza í dag. AFP

Ísraelsher skaut í dag tvo Palestínumenn til bana, en þeir tóku þátt í mótmælum meðfram öryggisgirðingunni á Gaza-ströndinni. Palestínska heilbrigðisráðuneytið á Gaza segir að báðir mennirnir hafi verið skotnir í höfuðið.

270 Palestínumenn til viðbótar slösuðust í mótmælum dagsins, þar af sjötíu eftir byssuskot. Ísraelski herinn sagðist ekki vita til þess að neinn hefði látið lífið í átökum í dag, en staðfesti að hermenn hefðu notað byssur sínar í átökum við öryggisgirðinguna sem skilur Gaza og Ísrael að.

Vopnahlé virðist í kortunum

AFP-fréttaveitan hafði á miðvikudag eftir ónefndum ísraelskum embættismanni að friðarviðræður á milli Hamas og Ísraelsríkis væru í ágætum farvegi og að nokkur skilningur hefði náðst á milli aðila.

Khalil al-Hayya, sem er háttsettur innan Hamas-samtakanna, sagði sömuleiðis við AFP í dag að hann hefði trú á því að samkomulag Hamas og Ísraels um varanlegt vopnahlé væri í nánd.

Palestínskir sjúkraliðar flytja slasaðan mótmælanda af vettvangi í dag.
Palestínskir sjúkraliðar flytja slasaðan mótmælanda af vettvangi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert