Yngsti forsætisráðherra í sögu Slóveníu

Marjan Sarec verður yngsti forsætisráðherra Slóveníu eftir að hafa myndað …
Marjan Sarec verður yngsti forsætisráðherra Slóveníu eftir að hafa myndað miðju-vinstri ríkisstjórn með nokkrum flokkum. AFP

Fyrrverandi grínistinn Marjan Serec verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Slóveníu, 40 ára að aldri, eftir atkvæðagreiðslu á slóvenska þinginu sem fór 55-31 honum í vil. Pólitísk óvissa hefur verið í landinu frá þingkosningunum í júní þar sem enginn einn stóð uppi sem sigurvegari.

Í frétt AFP segir að kveðið hafi við Evrópusinnaðan tón þegar Sarec ávarpaði fjölmiðla í dag þar sem hann hét því að Slóvenía „yrði áfram meðal svokallaðra kjarnaríkja Evrópusambandsins“.

Flokkur Sarecs, LMS, hlaut næstflest atkvæði í þingkosningunum 3. júní en hann mun freista þess að mynda ríkisstjórn með fjórum öðrum miðju-vinstriflokkum sem njóta stuðnings róttæka vinstriflokksins Levica. 

Sigurvegari í kosningunum var miðju-hægrisinnaði Lýðræðisflokkur Slóveníu. Flokkurinn fékk 25 þingmenn kjörna en tókst ekki að mynda ríkisstjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert