Aðdáendur Backstreet Boys slösuðust

Sveitin á tónleikum í New York í júlí síðastliðnum.
Sveitin á tónleikum í New York í júlí síðastliðnum. AFP

Að minnsta kosti fjórtán aðdáendur bandarísku hljómsveitarinnar Backstreet Boys slösuðust þegar burðarvirki úr málmi féll ofan á þá í óveðri í Oklahoma í gærkvöldi, þar sem þeir biðu eftir að komast inn á tónleika sveitarinnar.

Starfsfólk tónleikahallarinnar mun hafa verið að hjálpa fólki að komast undan óveðrinu þegar vindur, sem náði meira en þrjátíu metrum á sekúndu, feykti burðargrindum við inngang tónleikanna um koll.

Allir fjórtán voru fluttir á sjúkrahús og hafa tveir þeirra þegar verið útskrifaðir. Hætti hljómsveitin í kjölfarið við tónleikahaldið og segir í tísti frá sveitinni að hún vilji aldrei setja aðdáendur sína í hættu.

Mikill viðbúnaður var á staðnum eftir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert