Bendir á Kínverja í stað Rússa

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AFP

Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, telur að önnur ríki en Rússland kunni að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Í tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær sagði Trump kjánalegt hversu margir einblíndu á hugsanleg afskipti Rússa af kosningunum í stað þess að horfa til Kína.

„Ég get sagt að við höfum áhyggjur af afskiptasemi Kína, Írans eða Norður-Kóreu sem þjóðaröryggislegu vandamáli,“ sagði Bolton í samtali við This Week á ABC. Sagði hann bandarísk stjórnvöld vera að grípa til aðgerða þannig að koma megi í veg fyrir slíkan vanda.

Trump hefur undanfarið gagnrýnt harðar rannsókn Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert