Handtekinn fyrir tvöfalt morð

AFP

Annar tveggja manna sem voru eftirlýstir fyrir tvö morð í Vivalla-hverfinu í Örebro í Svíþjóð í byrjun júlí hefur verið handtekinn á Balkanskaganum. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet.

Þrír menn voru skotnir í hverfinu 3. júlí og létust tveir þeirra af völdum áverkanna. Tveir menn voru ákærðir fyrir morðin en hvorugur þeirra fannst þegar átti að handtaka þá. Sá yngri, sem er 22 ára, hefur nú verið handtekinn en samkvæmt Aftonbladet var hann handtekinn á Balkanskaganum. Hann er ekki frá því landi sem hann var handtekinn í. Farið verður fram á framsal hans til Svíþjóðar.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert