11 látnir í flóðum á Ítalíu

Leitað við Raganello-gljúfrið í nótt.
Leitað við Raganello-gljúfrið í nótt. AFP

Að minnsta kosti 11 ferðamenn eru látnir og nokkurra er saknað eftir flóð í djúpu gljúfri í þjóðgarði í Calabria-héraði á Ítalíu í gær.

Átján var bjargað, þar á meðal tíu ára gömlum dreng, að sögn yfirmanns almannavarna í héraðinu. Sex voru fluttir á sjúkrahús, segir í frétt BBC.

Yfirvöld segja að ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi þeirra sem er saknað þar sem ekki séu allir göngumenn á þessum slóðum í skipulögðum ferðum. Leitað var í alla nótt í Pollino-þjóðgarðinum. 

Carlo Tansi, yfirmaður almannavarna í Calabria-héraði, segir að göngufólkið segi að þegar það varð fyrir vatnsflauminum hafi það verið eins og að verða fyrir skoti úr teygjubyssu og það hafi sópast niður 3 km leið.

Raganello-gljúfrið sé þröngt og djúpt og þar sem það er dýpst er það um þúsund metrar. Ekki taki langan tíma fyrir gljúfrið að fyllast af vatni.

Frétt BBC

Þorpið Civita í Calabria er skammt frá gljúfrinu.
Þorpið Civita í Calabria er skammt frá gljúfrinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert