Cohen kemur fyrir dómara í dag

Michael Cohen.
Michael Cohen. AFP

Michael Cohen, sem lengi var per­sónu­leg­ur lög­fræðing­ur Don­alds Trump, er í samningaviðræðum við alríkissaksóknara í New York. Í morgun var greint frá því að hann væri til rannsóknar vegna mögu­legra skattsvika og fleiri svika við fjár­mála­stofn­an­ir.

Um er að ræða yfir 20 millj­óna Banda­ríkja­dala lán sem hann á að hafa fengið hjá fjár­mála­stofn­un­um í gegn­um leigu­bíla­rekst­ur fjöl­skyld­unn­ar. Cohen kemur fyrir dómara í dag.

Rann­sakað er hvort Cohen hafi brotið lög sem gilda um fjár­mögn­un kosn­inga­sjóða eða önn­ur lög með því að gera fjár­mála­samn­inga til að tryggja að kon­ur sem segj­ast hafa átt í ástar­sam­bönd­um við Trump greindu ekki frá mála­vöxt­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert