Manafort sakfelldur fyrir svik

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps, var sakfelldur fyrir svik …
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps, var sakfelldur fyrir svik í dag. AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna, var í dag sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum. Er þetta fyrsta dómsmálið í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 samkvæmt AFP.

Dómurinn er í New York Times sagður sigur fyrir sérstakan saksóknara, Robert S. Mueller, og starfsmenn hans. Þeir ákærðu Manafort fyrir að fela milljónir Bandaríkjadala á aflandsreikningum til þess að forðast skatta og að hafa logið ítrekað til þess að geta fengið 20 milljónir dollara að láni hjá fjármálastofnunum.

Ákæran gegn Manafort var í 18 liðum og var hann dæmdur fyrir 8, en kviðdómurinn gat ekki komist að niðurstöðu í 10 liðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert