Öflugur jarðskjálfti í Venesúela

Fólk beið á götum úti í Caracas eftir skjálftann.
Fólk beið á götum úti í Caracas eftir skjálftann. AFP

Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 varð um 400 kílómetra austan við höfuðborg Venesúela, Caracas, síðdegis í dag að staðartíma samkvæmt upplýsingum frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða skemmdum en samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar greip mikil hræðsla um sig meðal fólks.

Skjálftinn fannst víða í landinu og fólk stóð lengi á götum úti eftir skjálftann í Caracas þar sem það óttaðist eftirskjálfta.

Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálftans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert