Sprengjusveitin kölluð út í Stokkhólmi

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP
<div id="premium-top">Einn er í haldi lögreglu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í  húsi í <span>Djurgården-hverfinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. </span></div> <span>Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kemur fram að viðkomandi sé í haldi grunaður um að hafa ætlað að valda almannahættu. Lögreglan segir í tilkynningu að sprengjusveit lögreglunnar hafi tryggt vettvanginn um eitt í nótt en samkvæmt frétt Aftonbladet kom lögreglan á vettvang á áttunda tímanum í gær eftir að grunsamlegur hlutur fannst þar. </span> <div id="premium-container">

Lögreglan girti af stórt svæði í kringum húsið en búið er að opna svæðið að nýju fyrir utan næsta nágrenni við húsið þar sem hluturinn fannst.

<a href="https://www.aftonbladet.se/nyheter/a/0EAdWE/misstankt-farligt-foremal-pa-djurgarden--en-gripen" target="_blank"><strong>Frétt Aftonbladet</strong></a>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert