Telja lík Tibbets vera fundið

Lögregla telur sig nú vera búna að finna lík Mollie …
Lögregla telur sig nú vera búna að finna lík Mollie Tibbets. Skjáskot

Lögregla í Bandaríkjunum telur sig vera búna að finna lík Mollie Tibbetts, tvítugrar bandarískrar stúlku sem saknað hafði verið frá því hún hvarf 18. júlí sl. að því er BBC greinir frá.

Síðast spurðist til Tibbets þegar ná­grann­ar sáu hana úti að hlaupa seint það kvöld í nágrenni heimilis hennar í Brooklyn. Vin­ir Tibbets segja hana vera mik­inn hlaup­ara og skoðaði lögregla m.a. gögn úr Fitbit-æfingaúri hennar við leit sína.

BBC segir yfirvöld nú bíða þess að réttarmeinafræðingur ljúki skoðun sinni, en líkið fannst snemma í morgun. Ekki hefur verið greint frá því hver möguleg dánarorsök Tibbets er talin vera. 

Tibbet var að passa hund á heim­ili kær­asta síns og bróður hans er hún hvarf og greindi bandaríska alríkislögreglan FBI frá því í síðustu viku að leitin beindist nú einkum að fimm stöðum í Brooklyn: bílaþvottastöð, tveimur bóndabæjum, stoppistöð fyrir flutningabíla og heimili kærasta Tibbets, en áður hafði verið greint frá því að kærastinn og bróðir hans lægju ekki undir grun.

FBI ræddi einnig í tvígang við svína­bónda vegna hvarfs Tibb­ets og veitti hann lög­reglu heim­ild til að leita aft­ur á land­ar­eign­ sinni, auk þess sem þeir leituðu á heimil hans og skoðuðu farsíma­gögn hans.

FBI lofaði þá 260 þúsund Banda­ríkja­döl­um fyr­ir upp­lýs­ing­ar sem hjálpi til við að upp­lýsa málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert