Trump fyrirskipaði greiðsluna til Daniels

Michael Cohen.
Michael Cohen. AFP

Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump, játaði umfangsmikil fjár- og skattsvik í dómsal í dag. Hann hefur undanfarið verið til rannsóknar vegna mögulegra skattsvika og fleiri svika við fjármálastofnanir.

Hann bætti því við að hann hefði greitt tveimur konum að beiðni Trumps til að tryggja að þær myndu ekki tala um samband sitt við forsetann. Cohen sagði að greiðslurnar hefðu átt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.

Annarri konunni greiddi Cohen 150 þúsund dollara en hinni, Stormy Daniels, greiddi hann 130 þúsund dollara. Var það gert til að Daniels þegði um samband hennar og Trump sem varði í stuttan tíma á meðan Trump var kvæntur Melaniu Trump.

Donald Trump og Stormy Daniels.
Donald Trump og Stormy Daniels. AFP

Samningur sem Cohen gerði við alríkisdómara í New York felur það ekki í sér að hann vinni með saksóknara vegna málsins. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hann veiti Robert Mueller, sérstökum saksóknara vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum, upplýsingar.

Fari það svo að Cohen aðstoði við rannsókn Muellers gæti hann fengið styttri dóm fyrir vikið.

Samningur Cohen er talinn marka tímamót vestanhafs og einnig að hann játi að hafa greitt í það minnsta einni konu og þannig brotið lög.

Konan sem um ræðir er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Cohen greiddi henni 130 þúsund dollara í aðdraganda forsetakosninganna haustið 2016. Var það gert til að Daniels þegði um samband hennar og Trump sem varði í stuttan tíma á meðan Trump var kvæntur Melaniu Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert