Trump og Kim funda líklega aftur

Kim Jong-un og Donald Trump hittust á leiðtogafundi í Singapúr …
Kim Jong-un og Donald Trump hittust á leiðtogafundi í Singapúr 12. júní. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær að líklega yrði haldinn annar leiðtogafundur hjá honum og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Trump sagði ekkert um hvar eða hvenær sá fundur yrði haldinn.

Trump og Kim funduðu í Singapúr 12. júní en það var í fyrsta skipti sem leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hittast.

„Ég stöðvaði kjarnorkutilraunir þeirra. Ég stöðvaði þróun langdrægra eldflauga. Japanar eru í skýjunum. Hvað gerist? Við sjáum til,“ sagði Trump.

Trump hrósaði Kim þegar þeir hittust fyrr í sumar og sagði að leiðtogi Norður-Kóreu yrði að líta út fyrir að vera „harður karl“. Trump sagði að Kim væri klár, elskaði fólkið sitt, landið sitt og vildi gera góða hluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert