Gert að panta vegabréf fyrir dóttur sína

Götumynd frá Sádi-Arabíu. Konum er gert að hafa karlkyns forráðamann …
Götumynd frá Sádi-Arabíu. Konum er gert að hafa karlkyns forráðamann sem þarf að veita samþykki sitt fyrir fjölda ákvarðana. AFP

Sádi-arabískur dómstóll skipaði í dag karlmanni að heimila dóttur sinni að fá vegabréf. Konan hafði höfðað mál eftir að faðir hennar synjaði henni um vegabréf svo hún gæti farið utan í nám.

Úrskurðurinn er sagur hafa vakið töluvert umrót í Sádi-Arabíu þar sem konum er gert að hafa karlkyns forráðamann.

Samkvæmt sádi-arabískum lögum fellur forráðamannshlutverkið jafnan í hlut nánasta karlkyns ættingja konunnar eða eiginmanns hennar og ber þeim að veita leyfi sitt fyrir fjölda ákvarðana, m.a.  varðandi hjúskap eða ferðalög.

Konan, sem býr að sögn dagblaðsins Okaz með móður sinni og hafði ekki séð föður sinn í sex ár, fór fram á að fá nýjan forráðamann er faðir hennar synjaði henni um vegabréfið.

Málið hefur vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum í Sádi-Arabíu. „ég er hissa á mótsögnunum í úrskurðinum,“ sagði ein sádi-arabísk kona á Twitter. „Faðirinn er loks skyldaður til að panta vegabréfið sjálfur. „Af hverju mega konur ekki sækja um sinn eigin passa án þessarar tímaeyðslu og vesens,“ sagði önnur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert