136 látnir eftir ferjuslys

Loftmynd af ferjunni MV Nyerere. 136 hið minnsta létu lífið …
Loftmynd af ferjunni MV Nyerere. 136 hið minnsta létu lífið er ferjunni hvolfdi. AFP

136 manns hið minnsta létust er ferjunni MV Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni í Tansaníu i gær. Margra er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka.

Björgunaraðgerðum var haldið áfram í dag, en hlé var gert á þeim í kvöld.

Ferj­unni hvolfdi nærri landi í gær, er hún var á sigl­ingu á milli eyj­anna Ukora og Bu­gol­ora. Ferjan var ofhlaðin, en um 400 manns eru talin hafa verið um borð þó að ferjan hafi ekki haft leyfi til að flytja nema 100 manns. Er ástæða þess að henni hvolfdi talin vera sú að farþeg­arn­ir færðu sig flest­ir yfir á aðra hlið ferj­unn­ar er hún nálgaðist höfn.

BBC segir bæði lögreglu og kafara hersins hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum sem og fiskimenn úr nágrenninu.

Bæði lögregla og kafara hersins hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum …
Bæði lögregla og kafara hersins hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum sem og fiskimenn úr nágrenninu. AFP

Ótti og ör­vænt­ing hef­ur gripið um sig hjá íbú­um nærri slysstað og marg­ir bíða þess að heyra af af­drif­um ætt­ingja sinna og annarra ná­kom­inna.

„Ég fékk símtal þar sem mér var sagt að ég hefði misst frænku mína, föður og yngri bróður,“ hefur BBC eftir einum íbúanna Editha Josephat Magesa.

„Þetta hryggir okkur mikið og við hvetjum stjórnvöld til að skipta ferjunni út fyrir nýja, af því að sú gamla var lítil en íbúafjöldinn er mikill.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert