Senda SMS-skilaboð úr rústunum

Björgunarfólk og íbúar vinna í kapp við tímann og reyna …
Björgunarfólk og íbúar vinna í kapp við tímann og reyna að bjarga fólki sem varð undir skriðunni. AFP

22 eru látnir og tuga er saknað eftir að tvær aurskriður féllu í þorpum í grennd við borgina Naga á eyjunni Cebu á Filippseyjum í gær. Dæmi eru um að fólk sem er fast undir aurnum og leðjunni sendi SMS-skilaboð eftir hjálp.

Mons­ún­tíma­bilið stend­ur yfir og úr­hell­is­rign­ing er á eyj­unni. Aðeins eru nokkr­ir dag­ar frá því að felli­byl­ur­inn Mang­khut fór yfir eyj­arn­ar með þeim af­leiðing­um að hundruð húsa eyðilögðust og að minnsta kosti 88 manns létu lífið, aðallega vegna aur­skriða sem féllu af völd­um úr­komu.

Stór hluti brattrar fjallshlíðar féll undan eigin þunga í aurskriðunni í Cebu í gær tók með sér byggt svæði þar sem íbúar höfðu komið sér upp bráðabirgðaheimilum. „Þetta var á við jarðskjálfta og það heyrðust þrumur og háir hvellir,“ segir Cristita Villarba, íbúi á svæðinu. Henni tókst, ásamt eiginmanni sínum og börnum, að flýja af heimilinu áður en það grófst undir aur og leðju sem fylgdi skriðunni.

Héraðsmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Roderick Gonzales að nokkrum hafi verið bjargað úr rústunum. „Við fundum merki um lífsmörk. Nokkrum tókst að láta vita af sér með því að senda SMS-skilaboð.“ Orð lögreglustjórans hafa vakið von í brjóstum aðstandenda um að fleiri finnist á lífi.

Yfir 100 björg­un­ar­menn og íbú­ar þorps­ins hafa unnið í kapp …
Yfir 100 björg­un­ar­menn og íbú­ar þorps­ins hafa unnið í kapp við tím­ann við að finna fólk á lífi í aurn­um. „Meira að segja fjög­urra hæða hús gróf­ust und­ir skriðunni,“ hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir sjón­ar­votti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert