Ford kemur fyrir dómsmálanefnd

Ford hefur sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi.
Ford hefur sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. AFP

Christ­ine Blasey Ford, sem hef­ur sakað Brett Kavan­augh dóm­ara­efni Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur samþykkt að bera vitni fyrir dómsmálanefnd bandarísku öldungadeildarinnar. Lögfræðingur hennar tilkynnti þetta fyrir skömmu, en hún hafði fengið viðbótarfrest til að ákveða hvort hún myndi bera vitni. AFP-fréttastofan greinir frá.

Ford „samþykkir beiðni nefndarinnar um að greina frá upplýsingum sem hún hefur um meint kynferðisbrot Brett Kavanaugh í næstu viku,“ sagði lögmaður hennar

Ásak­an­ir Ford rötuðu banda­ríska fjöl­miðla í síðustu viku, en hún seg­ir at­vikið hafa átt sér stað í ung­linga­sam­kvæmi árið 1982. Þar hafi Kav­an­augh, í fé­lagi við ann­an ung­an mann, rekið sig inn í svefn­her­bergi í ung­linga­sam­kvæmi á heim­ili í Mont­gomery-sýslu. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir og fé­lag­inn hafi horft á meðan Kav­an­augh hafi reynt að fá sínu fram í rúmi í her­berg­inu, þuklað á henni og mis­notað.

Áður hafði verið greint frá því að Ford væri til­bú­in að bera vitni fyr­ir nefnd­inni, sem vill að fund­ur­inn verði á mánu­dag. Ford er hins veg­ar sögð setja það skil­yrði að hún veiti vitn­is­b­urð sinn ekki en á fimmtu­dag.

Ford hefur neyðst til að yfirgefa heimili sitt og hefur sætt árásum frá því hún steig fram með ásakanirnar. Hún hefur bæði fengið haturspósta og líflátshótanir, að sögn lögfræðings hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert