Segja „leikbrúður“ Bandaríkjanna bera ábyrgð

Að minnsta kosti 25 manns létust í árásinni.
Að minnsta kosti 25 manns létust í árásinni. AFP

Yfirvöld í Íran telja að ríki við Persaflóa, studd af Bandaríkjunum, séu á bak við skotárás á  hersýningu í írönsku borginni Ahvaz í morgun, en að minnsta kosti 25 manns biðu bana í árásinni. BBC greinir frá.

Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, sagði fyrr í dag að „leikbrúður“ Bandaríkjamanna væru að reyna að „skapa óöryggi“ innan Íran.

AFP

Þá sagði Javed Zarif, utanríkisráðherra landsins, „hryðjuverkamenn styrkta af erlendum ríkisstjórnum“ bera ábyrgð á árásinni.

Eru árás­ar­menn­irn­ir sagðir hafa verið a.m.k. tveir og að þeir hafi skotið á al­menna borg­ara og reynt svo að ná til her­for­ingja sem voru á sér­stök­um áhorf­endapöll­um. Skotárásin er sögð hafa varað í um 10 mínútur. Talið er að um helmingur þeirra sem létust hafi verið almennir borgarar.

Tveir hópar hafa þó lýst yfir ábyrgð á árásinni, hópur stjórnarandstæðinga sem kalla sig Ahvaz National Resistance og svo hryðjuverkasamtökin Ríki íslam. Hvorugur hópanna hefur þó geta sýnt fram á að þeir hafi haft eitthvað með árásina að gera.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert