Hittir Rosenstein á fimmtudaginn

Rod Rosenstein.
Rod Rosenstein. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að funda með Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á fimmtudaginn.

Þetta tilkynnti skrifstofa forsetans í dag. Fullyrt hefur verið í dag að til standi að reka Rosenstein eða að hann ætlaði að segja embætti sínu lausu vegna frétta um að hann hafi lagt á ráðin um það með hvaða hætti mætti koma Trump úr forsetaembættinu.

Rosenstein hefur haft yfirumsjón með rannsókn á meintu samstarfi kosningateymis Trumps í aðdraganda forsetakosninganna 2016 við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur þvertekið fyrir að fréttir af því að hann hafi rætt um að koma forsetanum úr embætti væru réttar.

Rosenstein ræddi við Trump í dag en forsetinn er staddur í New York á fundi allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og var ákveðið að funda á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert