Forseti seðlabanka Argentínu hættur

Luis Caputo er hættur störfum.
Luis Caputo er hættur störfum. AFP

Forseti seðlabanka Argentínu, Luis Caputa, sagði óvænt upp störfum í dag, nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embættinu í miðjum efnahagsvandræðum landsins.

Að sögn bankans hætti Caputa af persónulegum ástæðum.

Mauricio Macri, forseti Argentínu, hefur átt í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aukna fjárhagsaðstoð, þremur mánuðum eftir að hann tryggði landinu 50 milljarða dala lán frá sjóðnum. Sú upphæð átti að auka efnahagslegan stöðugleika í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert