Mæðgur saman á allsherjarþingi SÞ

Hjónin Clarke Gayford og Jacinda Ardern með dóttur sína, Neve …
Hjónin Clarke Gayford og Jacinda Ardern með dóttur sína, Neve Te Aroha Ardern Gayford, í allsherjarþinginu í gær. AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, flutti sína fyrstu ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í gær og með henni í för var dóttir hennar, Neve Te Aroha, en hún er aðeins þriggja mánaða gömul. Hún var hins vegar ekki í ræðustólnum með mömmu sinni því pabbi hennar, Clarke Gayford, hélt á Neve meðan á ræðuflutningnum stóð. 

Ardern segir að eðlilega hafi dóttir hennar farið með til New York enda sé Neve yfirleitt skammt undan þegar Ardern er í vinnunni. 

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Clarke Gayford, sem starfar í sjónvarpi, er í fæðingarorlofi en Ardern sneri aftur til vinnu í forsætisráðuneytinu sex vikum eftir fæðingu Neve í sumar.

Hún segist vera svo heppin að eiga mann sem hafi möguleika á  að sinna dóttur þeirra. Ég er mjög heppin því maðurinn minn hefur möguleika á að taka að sér stóran hluta ábyrgðarinnar á að annast nýfætt barn. Ekki séu allir foreldrar jafnheppnir í Nýja-Sjálandi. Ardern bendir réttilega á að Gayford sé ekki barnfóstra heldur foreldri litlu stúlkunnar. 

Clarke Gayford og Neve Te Aroha Ardern Gayford fylgjast með …
Clarke Gayford og Neve Te Aroha Ardern Gayford fylgjast með ræðu Ardern. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert