Trump gerir lítið úr ásökununum

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir nýjustu ásakanirnar á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefni hans til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera lið í pólitískum leik demókrata. Segir Trump að nýjasti ásakandinn, Deborah Ramirez, viðurkenni að hún hafi verið drukkin og muni ekki allt saman.

Kon­an sem um ræðir heit­ir De­borah Ramirez og var bekkj­ar­fé­lagi Kavan­augh í Yale. Hún sagði í samtali við New að Kavan­augh hafi berað kyn­færi sín fyr­ir sér í par­tíi þar sem áfengi var haft um hönd. Hann hafi otað þeim að henni og neytt hana til að snerta þau.

„Hún hefur ekkert. Hún heldur að þetta gæti hafa verið hann, kannski ekki,“ sagði Trump við blaðamenn í New York og bætti við að Ramirez hafi viðurkennt að hún hafi verið ölvuð. „Þrjátíu og sex ár, enginn vissi af þessu eða hafði heyrt af þessu. Svo kemur upp önnur ásökun og hún segir að þetta hafi kannski verið hann, hún hafi verið ölvuð, og muni ekki allt. Hún hafi verið í drasli (e. messed up),“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert