„Vilja ekki að ég eða við sigrum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fer mikinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer mikinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þessa dagana. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakar kínversk yfirvöld um að hafa afskipti af væntanlegum þingkosningum í Bandaríkjunum með því að vinna gegn honum og Repúblikanaflokknum. 

„Þau vilja ekki að ég eða við sigrum því ég er fyrsti forsetinn sem veitir Kína áskorun á viðskiptasviðinu,“ sagði Trump á fundi með fréttamönnum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem allsherjarþing SÞ fer fram þessa dagana.

„Við erum að sigra á viðskiptasviðinu, við erum að sigra á öllum sviðum,“ sagði Trump, án þess að útskýra fullyrðingar sínar frekar.

Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum 6. nóvember næstkomandi þar sem kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert