Mikilvæg mál óleyst í Brexit-málum

Dominic Raab og Michael Barnier á blaðamannafundinum í Brussel í …
Dominic Raab og Michael Barnier á blaðamannafundinum í Brussel í lok ágúst. AFP

Dominic Raab, Brexit-samningamaður Breta, ræddi við Michel Barnier, fulltrúa ESB í Brexit-málum í dag í Brussel. Það kom lítið út úr fundinum. Landamæramál Írlands og Norður-Írlands voru rædd.

Barnier sagði mikilvæg mál enn óleyst á Twitter.

Ræddar voru aðgerðir til að forðast of stíf landamæri við Írland. Þar á eftir að finna lausn en Írland er sjálfstætt og Norður-Írland tilheyrir Bretlandi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi krefjast breytinga á landamærunum á milli Írlands og Norður-Írlands. Það er: þau yrði að merkja mun skýrar, því sem stendur eru þau harla óljós eða a.m.k. illa merkt.

Ráðherrar í Skotlandi hafa bent Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á að þeir muni ekki líða að Norður-Írland fái einhverja sérmeðferð ef Brexit verður að veruleika. May kveðst sammála þeim, segir að það verði að gera þau mun skýrari og þvertekur fyrir tillögu ESB um að hafa Norður-Írland landfræðilega hluta af Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert