Bjóða fundarlaun fyrir milljarðamæring

Mohammed Dewji er eini millj­arðamær­ing­ur Tans­an­íu og sá yngsti í …
Mohammed Dewji er eini millj­arðamær­ing­ur Tans­an­íu og sá yngsti í Afr­íku. Hon­um var rænt af vopnuðum mönn­um. AFP

Fjölskylda eina milljarðamærings Tansaníu, Mohammed Dewji, hefur nú heitið andvirði tæplega 51 milljónar króna í fundarlaun fyrir upplýsingar um hvar hann sé að finna.

Dewji, sem er 43 ára og yngsti milljarðamæringur Afríku, var rænt í borginni Dar es Salaam í síðustu viku fyr­ir utan lík­ams­rækt­ar­stöð lúx­us­hót­els er hann var á leið á æf­ingu.

Talsmaður fjölskyldu Dewjis greindi frá því á blaðamannafundi í dag að fjölskyldan muni greiða milljarð shillinga (tæplega 51 milljón kr.) fyrir upplýsinga sem leiddu til fundar Dewjis.

Kangi Lugola, innanríkisráðherra Tansaníu, sagði á laugardag að öryggislögregla legði nú dag við nótt í leitinni að Dewji og að búið væri að handtaka 20 manns í tengslum við rannsóknina.

Yfirvöld í Tansaníu telja hluta mannræningjanna a.m.k. vera útlendinga og segja Dewji hafa verið tekinn af „hvítingjum“.

Dewji er framkvæmdastjóri MeTL, sem áður var heild­sala í eigu fjöl­skyldu hans. Fyrirtækið er með starfsemi í um 12 ríkjum og á hlut í landbúnaði, matvælaframleiðslu, samgöngum og flutningum og tryggingaiðnaðinum.

For­bes-tíma­ritið met­ur hann á 1,5 millj­arða doll­ara  og er hann í 17. sæti á lista tímaritsins yfir efnuðust menn Afríku.

Dewji sat á þingi á árunum 2005-2015 og var árið 2013 fyrsti íbúi Tansaníu til að skreyta forsíðu Forbes. Tveimur árum síðar tilnefndi tímaritið hann afríska einstakling ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert