Féll frá borði

AFP

Flugfreyja fótbrotnaði þegar hún féll úr Boeing 777-þotu Air India á flugvellinum í Mumbai í morgun. Slysið varð þegar hún var að reyna að loka afturdyrum farþegaþotunnar skömmu fyrir brottför. 

Að sögn talsmanns flugfélagsins er rannsókn hafin á slysinu en flugfreyjan var flutt á sjúkrahús. 

Air India hefur ítrekað komist í fréttirnar vegna atvika tengdum félaginu. Í síðustu viku var tveimur flugmönnum vikið tímabundið frá störfum eftir að hafa ekið flugvél á vegg fyrir flugtak og hafa flogið vélinni í tæpa fjóra tíma áður en henni var lent. Tafir eru mjög algengar hjá Air India þar sem starfsfólk félagsins er þekkt fyrir að mæta of seint í flug. 

Í desember 2015 lést flugvirki eftir að hafa sogast inn í hreyfil þotu sem verið var að undirbúa fyrir flugtak á flugvellinum í Mumbai. Aðstoðarflugmaður vélarinnar hafði misskilið merki frá starfsfólki á jörðu niðri og ræsti vélina með þessum hörmulegu afleiðingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert