Assange gert að þrífa baðherbergi sitt

Assange fékk köttinn að gjöf frá börnum sínum.
Assange fékk köttinn að gjöf frá börnum sínum. Ljósmynd/Reuters

Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London árum saman, hefur nú verið gert að sinna húsverkum. Meðal verka Assange er að þrífa baðherbergið sitt og sinna kettinum sínum betur.

Greint er frá því á vef BBC að Assange hafi fengið minnisblað þar sem honum var tilkynnt að loðni félagi hans yrði gerður upptækur og afhentur kattaheimili ef Assange sinnti heilsu hans og hreinlæti ekki betur.

Þá var Assange einnig tilkynnt að hann fengi aftur takmarkaðan aðgang að netinu, en sendiráð Ekvador lokaði fyrir nettengingu hans í mars til að koma í veg fyrir að hann hefði afskipti af alþjóðamálum. Skömmu áður hafði Assange lýst efasemdum sínum um að Rússar væru ábyrgir fyrir taugaeitursárásinni á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skripal.

Assange fékk köttinn að gjöf frá börnum sínum og sést hann oft spóka sig í gluggum sendiráðsins.

Assange hefur dvalið í sendiráðinu síðan 2012.
Assange hefur dvalið í sendiráðinu síðan 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert