Losuðu svartabjörn úr krukkuprísund

Plastkrukkan var kirfilega föst á höfði bjarnarins.
Plastkrukkan var kirfilega föst á höfði bjarnarins. Ljósmynd/Facebook-síða Maryland Department of Natural Resources

Þjóðgarðsverðir í Maryland í Bandaríkjunum náðu um helgina að frelsa svartabjarnarhún sem var með plastkrukku fasta á höfðinu úr prísund sinni. Áður höfðu þeir eytt þremur dögum í leit að bangsa, að því er BBC greinir frá.

Húnninn, sem vegur um 45 kg og fékk viðurnefnið „Buckethead“ sem útleggja má sem „Fötuhaus“, var skotinn með deyfilyfi og því næst losaður úr prísundinni í ásýnd hátíðargesta í McHenry. Hann var því næst sameinaður móður sinni og öðrum húni í skóginum.

Myndir voru svo birtar af bangsa með krukkuna og eftir að búið var að fjarlægja hana á Facebook-síðu Maryland's Wildlife & Heritage Service, sem hefur umsjón með þjóðgörðum ríkisins.



Svartabirnir finnast víða í skógum Norður-Ameríku. Þeir geta orðið allt að 30 ára gamlir og náð 400 kg þyngd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert