Þóttist vera fórnarlamb hryðjuverkanna í París

130 manns létu lífið í hyrðjuverkunum í París í nóvember …
130 manns létu lífið í hyrðjuverkunum í París í nóvember 2015. AFP

Frönsk kona hefur verið dæmd til fangelsisvistar fyrir að hafa þegið fjárhags- og sálfræðiaðstoð fyrir þá sem upplifðu hryðjuverkin í París í nóvember 2015.

Alexandra Damien, sem er 33 ára, var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir svik og fyrir að villa á sér heimildir. Damien þáði allt að 20.000 evrur, eða sem nemur tæpum 2,7 milljónum króna, úr styrktarsjóðum sem stofnaðir voru fyrir fórnarlömb hryðjuverkanna. Þá sótti hún sér einnig sálfræðitíma sem boðið var upp á á hóteli í Normandí og greitt fyrir af samtökum fyrir fórnarlömb hryðjuverka.

Damien sagðist iðrast gjörða sinna þegar hún kom fyrir dómara og felldi hún tár í réttarsalnum. Hún sagðist hafa ætlað að fara á einn barinn sem varð fyrir árásinni, Le Carillon, en skipti um skoðun. Síðar um kvöldið birti hún mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir skrámu af völdum byssu eins árásarmannsins.

130 manns létu lífið hryðju­verka­árás­un­um í Par­ís í nóv­em­ber árið 2015. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á árás­un­um. Árásirnar áttu sér stað í Bataclan-tónleikahúsinu og veitingastöðum og börum í nágrenninu.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert