Trump hæðist að Daniels

Samsett mynd af Stormy Daniels og Trump.
Samsett mynd af Stormy Daniels og Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæðist að klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels eftir að alríkisdómari vísaði frá meiðyrðamáli sem hún höfðaði gegn forsetanum. Daniels höfðaði meiðyrðamál eftir að Trump sakaði hana um blekkingar í tísti á Twtitter, en dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að forsetinn hefði mátt láta ummæli falla á grundvelli málfrelsis. BBC greinir frá.

Trump sagðist nú geta „farið á eftir Hrossfési og þriðja flokks lögmanni hennar“. Daniels var einnig gert að greiða málskostnað, en lögmaður hennar segir að málinu verði áfrýjað.

Michael Avenatti, lögmaður Daniels, sagði svaraði Trump á Twitter, sagði hann kvenhatara sem væri Bandaríkjunum til skammar. Hann myndi aðstoða skjólstæðing sinn við það að sýna umheiminum hve mikill lygari hann væri. „Hvað hélstu framhjá með mörgum konum á meðan konan þín var heima með nýfætt barn?“ spurði lögmaðurinn forsetann jafnframt.

Daniels seg­ir að hún og Trump hafi átt í ástar­sam­bandi árið 2006, skömmu eft­ir að hann kvænt­ist Mel­aniu Trump for­setafrú og þau eignuðust sam­an son­inn Barron, en forsetinn hefur vísað því á bug. Fyrrverandi lögmaður Trump, Michael Choen, hefur hins vegar viðurkennt að hafa greitt henni fyrir að þegja um sambandið, líkt og forsetinn hafi fyrirskipað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert