Anna Burns hlýtur Man Booker

Rithöfundurinn Anna Burns er handhafi Man Booker-verðlaunanna í ár og er þar með fyrsti rithöfundurinn frá Norður-Írlandi sem hlýtur verðlaunin. Bók Burns, Milkman, gerist í ónafngreindri borg á átakatímum á Norður-Írlandi og segir sögu ungrar konu sem á í ástarsambandi við kvæntan mann.

Þetta er fjórða bók Burns og í samtali við BBC í gær sagðist hún orðlaus yfir sigrinum en dómnefndin sagði bókina einfaldlega stórkostlega. 

Burns er fædd í Belfast árið 1962 en fyrsta bók hennar, No Bones, kom út árið 2001. Sex árum síðar kom út bókin Little Constructions. Þriðja bókin, Mostly Hero, sem er nóvella, kom út árið  2014.

Verðlaunin voru afhent í gær.

Anna Burns.
Anna Burns. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert