Neysla kannabis refsilaus í Kanada

Kannabis til sölu í Montreal.
Kannabis til sölu í Montreal. AFP

Kanada varð á miðnætti annað ríkið til þess að heimila neyslu og vörslu kannabis. Úrúgvæ varð fyrsta landið til þess að heimila neyslu og vörslu kannabis en áður höfðu bæði Portúgal og Holland gert það refsilaust. 

Frá Toronto.
Frá Toronto. AFP

Mjög skiptar skoðanir eru um að heimila samkvæmt lögum að neyta og vörslu kannabisefna, einkum varðandi áhrif á heilsu, almannaöryggi og löggjöfina. Upplýsingar um breytingarnar voru sendar á 15 milljónir heimila í Kanada þar sem nýju lögin voru kynnt og lýðheilsufræðilegar upplýsingar.

Kannabis sem framleitt er í Lincoln, Ontario.
Kannabis sem framleitt er í Lincoln, Ontario. AFP

Samkvæmt BBC er það einkum eitt atriði sem þykir óljóst, það er ef ökumaður undir áhrifum kannabis og annarra vímuefna er stöðvaður. Héruð og sveitarfélög í Kanada hafa unnið að undirbúningi lagabreytingarinnar undanfarna mánuði en það er einkum í þeirra höndum að skilgreina nánar hvernig verði tekið á málum tengdum kannabis. Svo sem hvar megi kaupa kannabis og hvar megi neyta þess.

Nánar hér

Kannabis er hægt að reykja í rafrettum.
Kannabis er hægt að reykja í rafrettum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert