Pompeo kominn til Ankara

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, er kominn til höfuðborgar Tyrklands, Ankara, til þess að ræða við forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Meðal annars verða örlög blaðamannsins Jamal Khashoggi rædd en talið er að hann hafi verið drepinn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbul í byrjuna október. Pompeo er að koma frá Sádi-Arabíu þar sem hann átti fundi með forráðamönnum ríkisins.

Einn þeirra 15 Sádi-Araba sem eru grunaðir um að hafa átt aðild að hvarfi Khashoggi er félagi  krónprinsins Mohammed bin Salman. Til eru myndir sem sýnir þá koma saman úr flugvél í París og Madrid auk þess sem til eru myndir sem sýna þá saman í Houston, Boston og hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír aðrir úr hópnum hafa verið tengdir við krónprinsinn af fólki sem þekkir til, samkvæmt frétt New York Times.

Einn er réttarmeinalæknir sem starfar í innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu og er háttsettur innan valdakerfis konungsdæmisins. 

Frétt New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert