Meintur morðingi framseldur

Viktoria Marinova var myrt í almenningsgarði í heimabæ sínum þegar …
Viktoria Marinova var myrt í almenningsgarði í heimabæ sínum þegar hún var úti að hlaupa. AFP

Þýsk yfirvöld hafa framselt mann sem er grunaður um að hafa myrt búlgörsku blaðakonuna Viktoria Marinova.

Maðurinn, Severin Krasimirov, var handtekinn í þýska bænum Stade, skammt frá Hamborg, í síðustu viku. Innanríkisráðherra Búlgaríu segir að erfðaefni úr Krasimirov samsvari lífsýni sem fannst á vettvangi glæpsins. 

Frétt BBC

Ráðist var á Marinova þegar hún var að hlaupa í almenningsgarði í heimabæ sínum, Ruse, 6. október. Henni var nauðgað, hún barin og kæfð.

Ríkissaksóknari Búlgaríu segir að ekkert bendi til þess að árásin tengist störfum Marinova. Hún er þriðja blaðakonan sem er myrt í ríkjum Evrópusambandsins undanfarið ár en allar hafa þær verið þekktar fyrir störf sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert