Assange höfðar mál gegn Ekvador

Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London í sex …
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London í sex ár. AFP

Stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador fyrir að brjóta gegn grundvallarréttindum hans og fyrir að takmarka aðgengi hans að umheiminum á meðan hann hefur notið verndar sendiráðs landsins í London.

Lögfræðiráð WikiLeaks er nú statt í Ekvador til þess að leggja fram kæru á hendur stjórnvöldum fyrir að brjóta á réttindum stofnandans og hefta frelsi hans.

Sjö mánuðir eru síðan Ekvador hótaði að afnema pólitískt hæli Assange og hóf að takmarka aðgengi hans að umheiminum, meðal annars með því að neita frétta- og mannréttindafólki um að hitta hann. Þá lokaði sendiráðið fyrir nettengingu Assange í vor.

Hann hefur nú takmarkaðan aðgang að netinu og nýlega var honum gert að hugsa betur um köttinn sinn og þrífa eigið baðherbergi.

Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki tjáð sig vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert