„Tyrkir munu afhjúpa hvað gerðist“

Tyrkir segjast ekki ætla að sætta sig við neinar yfirhylmingar.
Tyrkir segjast ekki ætla að sætta sig við neinar yfirhylmingar. AFP

Tyrkir hafa lýst því yfir að þeir muni afhjúpa öll smáatriði í tengslum við dauða sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, eftir að Sádi-Arabar viðurkenndu að hann hefði látist í átökum á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Tyrkir munu afhjúpa hvað gerðist. Enginn þarf að efast um það,“ sagði Omar Celik, talsmaður Réttlætis- og þróunarflokksins AKP, í samtali við tyrknesku fréttastöðina Andolu í dag.

„Við erum ekki að að ásaka neinn, en við sættum okkur ekki við einhverjar yfirhylmingar,“ sagði hann jafnframt.

Þangað til Sádi-Arabar viðurkenndu í gær að Khashoggi hefði látið lífið á ræðismannsskrifstofunni hafði ekkert spurst til hans frá því hann fór þangað inn 2. október.

Fram kom í frétt sádiarabíska ríkissjónvarpsins í gær að aðstoðarforstjóri leyniþjónustu landsins og háttsettur aðstoðarmaður krónprinsins hefðu verið reknir vegna málsins. Einnig var greint frá því að átján sádiarabískir ríkisborgarar sættu rannsókn.

Leitað var í gær að líki Khashoggi í skógi skammt frá Ist­an­búl, en svo virðist talið sem því hafi jafn­vel verið komið fyr­ir þar eða á ræktuðu svæði skammt frá. Þá hafa fimmtán starfs­menn sádi­ar­ab­ísku ræðismanns­skrif­stof­unn­ar í Ist­an­búl verið yf­ir­heyrðir af sak­sókn­ur­um. Starfs­menn­irn­ir eru all­ir tyrk­nesk­ir og telj­ast vitni í mál­inu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist telja skýringar Sádi-Araba trúverðugar og mikilvægt fyrsta skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert