Vill ekki hætta við vopnasamningin við Sáda

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur betra að grípa til annarra aðgerða …
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur betra að grípa til annarra aðgerða gegn Sádi-Arabíu en að hætta við vopnasölusamningin. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að hætt yrði við vopnasölusamning við Sádi-Arabíu. Sagði Trump slíkar aðgerðir munu koma niður á bandarískum störfum, en mikil reiði ríkir nú í alþjóðasamfélaginu vegna dauða sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl.

„Við erum með 450 milljarða dollara og 110 milljarðar af því eru pöntun frá hernum, þetta er búnaður og ýmislegt sem Sádi-Arabía hefur pantað,“ sagði Trump á fundi með fréttamönnum um vopnasölusamningin.

„Þetta er rúm milljón starfa. Það hjálpar ekki að hætta við slíka pöntun. Það mun skaða okkur mun meira en þá ... það er hægt að gera ýmislegt annað, eins og að beita refsiaðgerðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert