Bretar kaupa ekki skýringar Sádi-Araba

Skýringar Sádi-Araba á dauða blaðamannsins þykja ekki trúverðugar.
Skýringar Sádi-Araba á dauða blaðamannsins þykja ekki trúverðugar. AFP

Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála Bretlands, segir skýringar Sádi-Araba á dauða blaðamannsins Jamal Khashoggi ekki trúverðugar og að þeir sem beri ábyrgð verði að svara til saka.

„Mér finnst þetta ekki trúverðugt,“ sagði Raab í samtali við BBC. „Ég set stórt spurningarmerki við þær skýringar sem gefnar hafa verið. Raab sagði Breta styðja rannsókn tyrkneskra yfirvalda á dauða blaðamannsins og að breska ríkisstjórnin vildi að þeir sem bæru ábyrgð á morðinu svöruðu til saka.

Sádiarabíska ríkissjónvarpið hafði það eftir þarlendum yfirvöldum í gær að Khashoggi hefði látist eftir átök sem hefðu orðið í kjölfar rifrildis á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Fram að því hafði verið fullyrt að blaðamaðurinn hefðu yfirgefið skrifstofuna heill á húfi sama dag og hann gekk þangað inn, 2. október síðastliðinn.

Vaxandi tortyggni gætir vegna skýringa Sádi-Araba sem, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að þær væru ekki fullnægjandi, eftir að hafa sagt í gær að þær væru trúverðugar og mikilvægt fyrsta skref. Lík Khashoggi hefur enn ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.

Fjölmiðlar bæði í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafa greint frá því að tyrkneska leyniþjónustan hafi hljóðupptökur undir höndum þar sem heyrist hvar Khashoggi er pyntaður áður en hann er sviptur lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert