Gert að yfirgefa heimili sín í sjötta sinn

Skriða á svæðinu er talin líkleg til þess að eyðileggja …
Skriða á svæðinu er talin líkleg til þess að eyðileggja heimili og samgöngur í Rauma. Skjáskot/NRK

Mikil rigning hefur valdið gliðnun í bergsprungum í fjallinu Mannen í Raumsdal í Noregi og hefur gliðnunin mælst um 20-40 sentimetrar á sólarhring í efri hluta fjallsins og 3 til 9 sentímetra í neðri hluta fjallsins í nótt, að því er framkom  á blaðamannafundi Norsku vatna- og orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar (n. Nor­ges vass­drags- og energidirek­torat, NVE).

Íbúum bæjarins Rauma var því í dag gert að yfirgefa heimili sín í sjötta sinn á þessu ári vegna hættu á skriðu. Skriða á þessum stað er talin ná til heimila fólks, ásamt hluta E136-vegarins og lestarteina.

Vöruflutningar með lestum í gegnum svæðið hafa þó ekki verið stöðvaðir, en lögreglan upplýsir norska ríkisútvarpið NRK um að hættumat verði gert fyrir hverja lest sem áætlað er að aki um svæðið.

Efri hluti fjallsins, sem talið er geta hrunið, hefur færst fram um 4,6 metra síðastliðinn mánuð og hefur neðri hlutinn færst um 45 sentimetra á sama tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert