Fundu ljónsunga í íbúð í París

Frá París í Frakklandi.
Frá París í Frakklandi. mbl.is/Hjörtur

Franska lögreglan lagði í dag hald á sex vikna gamlan ljónsunga í íbúð í úthverfi Parísarborgar og handtók þrítugan karlmann vegna málsins samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að um kvenkyns ljónsunga sé að ræða. Fannst unginn í barnarúmi í íbúð nágranna mannsins sem sjálfur hafði falið sig inni í fataskápi.

Ljónsunginn er við góða heilsu. Lögreglan fékk veður af málinu vegna myndbands á netinu þar sem maðurinn bauð ungann til sölu fyrir um 10 þúsund evrur.

Ekki er vitað hvaðan ljónsunginn kom. Svo virðist sem maðurinn hafi keypt ungann með það fyrir augum að selja hann og að líklega hefði honum verið rænt.

Þessi ljósmynd er af ljónsunga sem fannst yfirgefinn í búri …
Þessi ljósmynd er af ljónsunga sem fannst yfirgefinn í búri á víðavangi í Hollandi á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert