Willa færist nær Mexíkó

Heldur hefur dregið úr styrk fellibyljarins Willu sem nálgast nú strönd Mexíkó. Willa er nú fjórða stigs fellibylur eftir að hafa náð fimmta stiginu um tíma. Þrátt fyrir það er fellibylurinn gríðarlega hættulegur og óttast yfirvöld að hann eigi eftir að valda mikilli eyðileggingu og dauðsföllum.

Willa er nú fyrir utan Puerto Vallarta og mælist vindstyrkurinn 67 metrar á sekúndu. Samkvæmt spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar nær Willa landi á Las Islas Marias síðar í dag og vesturströnd Mexíkó í kvöld. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert