Þriðja jafnteflið staðreynd

Magnus Carlsen (til hægri) og Fabiano Caruana við taflborðið.
Magnus Carlsen (til hægri) og Fabiano Caruana við taflborðið. AFP

Þeir Magnus Carlsen og  Fabiano Caruana skildu jafnir í heimsmeistaraeinvígi sínu í kvöld. Þar með hafa þeir gert jafntefli í öllum þremur skákum einvígisins.

Skákinni lauk eftir 49 leiki á fjórum klukkustundum og fimmtán mínútum. Bandaríkjamaðurinn Caruana fór betur af stað en eftir um 20 leiki leit allt út fyrir jafntefli. Norðmaðurinn Carlsen tók þá við sér en náði ekki að landa sigri, að sögn The Guardian

Næsta skák í einvíginu, sem er háð í London, fer fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert